

Þegar haustvindar
bæra rauðu valmúanna
á akrinum
heyrist veikur ómur
úr hræddu fuglshjarta
þá fljúga farfuglar
í suðurátt
þegar valmúinn fellir
rauð blöðin á akrinum
er ferðin hafin
eins og lævís minkur
læðist vetrardrunginn að
eins og mara leggst hann yfir
en í litlu fuglshjarta
blómstra rauðir valmúar
í sólinni fyrir sunnan.
bæra rauðu valmúanna
á akrinum
heyrist veikur ómur
úr hræddu fuglshjarta
þá fljúga farfuglar
í suðurátt
þegar valmúinn fellir
rauð blöðin á akrinum
er ferðin hafin
eins og lævís minkur
læðist vetrardrunginn að
eins og mara leggst hann yfir
en í litlu fuglshjarta
blómstra rauðir valmúar
í sólinni fyrir sunnan.
Birt í lesbók morgunblaðsins fyrir löngu. Æ það er haustlegt í dag 7. sept. og ljóðið því viðeigandi.