LUKT AUGU
Á bak við lukt augu
er það sem ég vil ekki vita
og það sem enginn veit

draumar sem verða raunverulegir
og þeir sem ekki rætast
draumar sem enginn veit um

á bak við lukt augu
er sársauki sem ekki gleymist
bál sem aldrei var slökkt

á bak við lukt augu
eru myndirnar sem blómstra
kærleikur sem vermir

en ég veit aldrei, hvort er betra,
það sem þú veist eða það sem varð
þegar þú loksins opnaðir augun  
Helga Þorleifsdóttir
1963 - ...


Ljóð eftir Helgu Þorleifsdóttur

LUKT AUGU
Spegilmynd
Eldliljur
HAUSTKVEÐJA