Eldliljur
Hún fann dáinn þrastarunga
faldi hann í höndum sér
varlega með vísifingri
strauk hún lífvana bringu ungans

í eldliljubeði við gluggan
gróf hún lítinn unga
en þegar sólin skín
og eldliljurnar blómsta
minnist ég síðustu verka systur minnar.
 
Helga Þorleifsdóttir
1963 - ...


Ljóð eftir Helgu Þorleifsdóttur

LUKT AUGU
Spegilmynd
Eldliljur
HAUSTKVEÐJA