

Svört er sól,
sviðin mannaból.
Fossar blóð í Fjandans
feigðarslóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.
Grætur barn, gáttir Heljar við
kross- Guðs-farar lutu ei
kristnum sið.
Lítill drengur líkn fékk ei
hjá þeim
sem limlestu og brenndu hans
skinn og bein.
Vér hjálpum þá - Það er hið
- minnsta mál!
Hendur kaupum - gerum við hans sál.
Við sem erum Guðs útvalda þjóð!
- Og ekki okkar sök
- þótt renni blóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.
sviðin mannaból.
Fossar blóð í Fjandans
feigðarslóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.
Grætur barn, gáttir Heljar við
kross- Guðs-farar lutu ei
kristnum sið.
Lítill drengur líkn fékk ei
hjá þeim
sem limlestu og brenndu hans
skinn og bein.
Vér hjálpum þá - Það er hið
- minnsta mál!
Hendur kaupum - gerum við hans sál.
Við sem erum Guðs útvalda þjóð!
- Og ekki okkar sök
- þótt renni blóð.
Drynur jörð er Dauðinn tyllir tá
í draugalegri borg við Tígrisá.