Til hennar
Silkimjúk húð hennar strýkur burt allan ótta.
Ég er týndur í örmum hennar,
hlýtt hörund hennar heldur á mér hita á meðan
hugur minn fullur af köldum og dimmum hugsunum
reykar um í myrkrinu.
Því óendanlega sem ekkert virðist getað stöðvað.
Ég bíð þess með eftirvæntingu að myrkrið fari
og skuggar hætti að dansa trylltum dans
hins móðursjúka höfundar sem virðist getað
skapað óreiðu úr skipulagi.
Ég lít undan, ég er hultur í örmum hennar,
ekkert fær grandað mér.Ég er ekki einn.
 
sveinn o sigurðsson
1978 - ...


Ljóð eftir sveinn o sigurðsson

Ást lífs míns.
Til hennar
minning um vin
Birtan
Ég er guð