Dauðinn
DAUðINN

Hjartað springur.
Sársauki og reiði taka völd.
Langar að sofa,
vil vaka.
Hvaða brak var þetta?

Æ, nei, ekki brotna meira.
Ekki bregðast,
þú ert mér allt
þú sagðir það sjálfur.

Hvað er hægt að gera?
Enginn viðbrögð,
og ég stend ein
eftir úti á miðju túninu.

Nakin og máttvana,
finn ég hvernig æðarnar springa.
Og blóðið það seitlar úr þeim.
Þú gafst þig þá.

Eftir allt sem ég gerði,
sem var þér einum ætlað.
þetta var ekki ætlunin.
Af hverju?

Mig langar að vita sannleikann.
Hann einn er réttur.
Hvað hefur gerst?
Ég stirðna öll upp.

Það kólnar.
Grasið umvefur mig kærleika sínum
sem það eitt getur gefið,
Án þess að spyrja um
hvort maður vilji vera eftir.

Ég finn sjónina hverfa á enda hjara,
aðeins móða og eintóm ský.
Hvað er að?
Hvað er þarna?

Áhyggjur magnast og hræðsla tekur völd.
Það er þá satt,
að það sem maður ann
er manni verst.

Þetta getur ekki verið,
hvers vegna?
Það er eins og ekkert sé framundan,
bara svartur litur.

En hvað er þetta?
Einhver Þrýstir á mig,
ái, láttu mig vera.
Hvað viltu mér?

Komstu í alvöru mín vegna?
Þér er þá annt um mig,
en það er of seint að snúa við.
Ég heyri ekkert lengur.

Orðin renna saman í eitt
og hafa ekki lengur neina merkingu.
Hví þá að þola þennan sársauka,
sem kemur eins og hríðarbylur?

Flettir af þér skinninu,
rífur af þér neglurnar,
sagar þig með sög og ,
klórar þig með gafli.

Sker þig með bitlausum hníf,
saxar þig niður,
bítur í þig,
og hrækir þér síðan út úr sér.

Og viti menn,
Farið.
 
Laufey Oddný
1986 - ...
Ég veit ekki hvernig þetta varð til, það var mjög skrítið en ég hugsaði um liðna tíð og fannst ég vera að kveðja óuppgerða fortíð við æskuslóð mína, en þetta kom samt bara upp úr mér af engri sérstakri ástæðu.
Ég held samt að ég hafi dáið á tímabili þegar ég skrifaði þetta, það var mjög skrítið, ég hvarf frá öllu raunverulegu um stund og upplifði eitthvað nýtt og ákvað í framhaldi af því að setja þetta hingað inn á síðuna og fá álit annarra á því hvernig þeir skynja þetta.


Ljóð eftir Laufeyju Oddnýju

Dauðinn
Ekkert svar
Veiðimaður hugans
Enn einn dagur
Ást
Breyttir tímar
Framhjáhald
Draumurinn
Spurning
Þó þetta
Markmið
Barnið, já blessað Barnið