Við dánarbeð
Augu
sem dagurinn hefur flúið
svo djúp
að nóttin nær ekki til botns

Vonin
flögrar úr djúpinu
í líki vængbreiðra fugla
og höggur tönnum í brjóst þér

Í djúpinu
neisti sem kveikti
mörg bál
bernsku þinnar og æsku:
vængjablak fuglanna
megnar ekki að glæða hann

Öræfaþögn
ís á vötnum
og fuglarnir flognir í vestur  
Sigurður A. Magnússon
1928 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigurð A. Magnússon

Ónýtir dagar
Svik
Öldur
Spegill
Svefnrof
Næturfjöll
Dagar
Dalakyrrð
Þetta er þitt líf
Við dánarbeð
Barn týnist