Ónýtir dagar
Síðan við skildum
hefur mikið blóð runnið til hjartans
skolað með sér ónýtum dögum
þessum tómu ílátum
sem sökkva til botns
safnast í hauga
og stífla loks strauminn  
Sigurður A. Magnússon
1928 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigurð A. Magnússon

Ónýtir dagar
Svik
Öldur
Spegill
Svefnrof
Næturfjöll
Dagar
Dalakyrrð
Þetta er þitt líf
Við dánarbeð
Barn týnist