Svik
Snerting þín marði í mér hjartað
afþví hún kom frá hjarta sem elskaði
í óleyfi:
ég fór höndum um vota hvarma
og augnlok þín luktust um sannleik
sem mátti ekki segjast

Við stóðum tvö einmana börn
í skuggum borgarinnnar
með óttalegan sannleik
í höndunum
þegar við þrýstum þeim
að vöngum hvort annars
og þögðum

Við flúðum þennan sannleik
útí nóttina
og lauguðum hendurnar

en blóðið í æðum okkar
kallar skuggana til vitnis
um svikin  
Sigurður A. Magnússon
1928 - ...
Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Sigurð A. Magnússon

Ónýtir dagar
Svik
Öldur
Spegill
Svefnrof
Næturfjöll
Dagar
Dalakyrrð
Þetta er þitt líf
Við dánarbeð
Barn týnist