Á milli
Ég er alltaf á milli.
Alltaf þegar gamanið er að byrja,
þá dett ég úr sambandi.
Þegar ég ætla að tengjast aftur,
þá veit ég að ég verð ekki lengi inni.
Ég er aleinn og það er ískalt,
ég er eins og frosið jójó.
Fljúgandi á milli veraldar samskipta og tómleika á töfrateppi pendúlsins.
Stundaglasið ræður lífi mínu.
Ég stjórna engu sjálfur....
Alltaf þegar gamanið er að byrja,
þá dett ég úr sambandi.
Þegar ég ætla að tengjast aftur,
þá veit ég að ég verð ekki lengi inni.
Ég er aleinn og það er ískalt,
ég er eins og frosið jójó.
Fljúgandi á milli veraldar samskipta og tómleika á töfrateppi pendúlsins.
Stundaglasið ræður lífi mínu.
Ég stjórna engu sjálfur....