Kekklaus
Ef ég skipti þér í agnir
sem sjást ekki.
Hræri þeim í skál,
sem sést ekki.

Tek úr þeim kekki,
sem annars nást ekki.
Bý til sögusagnir,
sem þjást ekki.

Þá myndirðu ekki,
vera skemmtileg.
Og að sjálfsögðu,
ekki ógeðsleg.

Þú yrðir kekklaus.  
Fljúgandi þorskur
1988 - ...


Ljóð eftir Fljúgandi þorsk

Ástin
Ég er ekki fólk
Blaðaútburður
Elskhugi
Samþykkt ljóð?
Jarðsprengusvæði
Boring
Persónuvottorð
Á milli
Fiðrildið...
Það stefnir allt í nauðlendingu
Augnakonfekt
Mjólkuróþol
Kekklaus
Ritstífla