Á milli
Ég er alltaf á milli.

Alltaf þegar gamanið er að byrja,
þá dett ég úr sambandi.
Þegar ég ætla að tengjast aftur,
þá veit ég að ég verð ekki lengi inni.

Ég er aleinn og það er ískalt,
ég er eins og frosið jójó.

Fljúgandi á milli veraldar samskipta og tómleika á töfrateppi pendúlsins.

Stundaglasið ræður lífi mínu.

Ég stjórna engu sjálfur....  
Fljúgandi þorskur
1988 - ...


Ljóð eftir Fljúgandi þorsk

Ástin
Ég er ekki fólk
Blaðaútburður
Elskhugi
Samþykkt ljóð?
Jarðsprengusvæði
Boring
Persónuvottorð
Á milli
Fiðrildið...
Það stefnir allt í nauðlendingu
Augnakonfekt
Mjólkuróþol
Kekklaus
Ritstífla