Þú
Ég sit og hugsa um þig.
Ég vissi það um leið og ég sá þig fyrst!
Vissan skreið upp eftir bakinu á mér, inn í hausinn
og vafði sig utan um heilan í mér.
Þess vegna veit ég það.

Þegar þú ert hjá mér heldur framtíðin mér í fangi sér
og sýnir mér hvað allt er fallegt og gott.
Þess vegna veit ég það.

Það er enginn eins og þú.

...og ég elska þig fyrir það.
 
Blómið
1974 - ...


Ljóð eftir Blómið

Söknuður
Lífið...
Draumurinn um þig
Jól
Landið
Hér á að vera lokað
Þú