Lífið...
Hvað sem ég ætti, ég gæfi þér allt
og aðeins meira ef gæti
Lukkan og lífið er hverfult og valt
Í lífsreynslu tærnar ég væti

Hvenær við hittumst ég man ekki meir
né hvernig lífið var áður en hittumst við fyrst
Í lífinu dafnar hver maður og deyr
en sú dýrðarstund lifir er fékk ég þig kysst

Í lífsins harki þú stóðst mér við hlið
heitbundin varst þú mér, og ég þér.
Ástfangin lögðum við hvort öðru lið
lögðumst á eitt bæði þar sem og hér.

Börnin, þá ánægju upplifðum við
að ánægð þau hlupu og sungu
Heim komu skítug að barnanna sið
stökkvandi á fótunum ungu.

Við búskap og ferðalög bundin í eitt
björt framtíðin við okkur blasti
Og ástin mín ég vona svo heitt
að í lukkunnar teningakasti

við eigum hvort annað í sælu og sút
á strembnum tímum sem góðum
þegar siglir í strand og allt er í hnút
við sigrum með elskunnar lóðum...

Að loknu ævistarfi ég óska þess heitt
að áfram sitjum við saman.
Tvö hjörtu slá sama taktinn sem eitt
Sjáðu, þá verður gaman.
 
Blómið
1974 - ...


Ljóð eftir Blómið

Söknuður
Lífið...
Draumurinn um þig
Jól
Landið
Hér á að vera lokað
Þú