Loksins,loksins!
Finn á mér,
finn það, sem ég leitaði að,
rígheld í það, sem var glatað.

Loka augunum, grábláum,
dreg andann djúpt
og kannast við lyktina.

Ilmur af fortíð,
angan af mér,
fyrrum framtíð gleymd er.

Augað sér sem vill,
endurheimt hef vitið,
loksins, loksins, velkomin aftur.  
Edda
1979 - ...
07.04.02


Ljóð eftir Eddu

Hugsjónamaður
Special K
Bráðfalleg, bráðkvödd
flóttamaður
Loksins,loksins!
klárlega glæður
Morgunógleði
ég hlusta ekki
jón jónsson
Ekki lengur nýmóðins
Ég man ekki hvað hún heitir
Annar en er
Án titils
við munum öll sofa á grasinu
Án titils
Gegnum glerið
Án titils