

Í birtunni frá kertaljósinu
breyttust tilfinningar mínar
Ég sá fyrir endann á byrjuninni
Löngu gleymdar hugsanir
urðu orð,
áður ótöluð
nú öskruð
En hljóðlega samt
Frá bjarma götuljósanna
vörpuðu yfirséðar lausnir
á yfirlýstum vandamálum
sér í fangið á mér
Fumlaust og gætilega
lagði ég þær til hinstu hvílu
og hélt minni ferð áfram
breyttust tilfinningar mínar
Ég sá fyrir endann á byrjuninni
Löngu gleymdar hugsanir
urðu orð,
áður ótöluð
nú öskruð
En hljóðlega samt
Frá bjarma götuljósanna
vörpuðu yfirséðar lausnir
á yfirlýstum vandamálum
sér í fangið á mér
Fumlaust og gætilega
lagði ég þær til hinstu hvílu
og hélt minni ferð áfram