Hinsta hvíla
Í birtunni frá kertaljósinu
breyttust tilfinningar mínar

Ég sá fyrir endann á byrjuninni

Löngu gleymdar hugsanir
urðu orð,
áður ótöluð
nú öskruð

En hljóðlega samt


Frá bjarma götuljósanna
vörpuðu yfirséðar lausnir
á yfirlýstum vandamálum
sér í fangið á mér

Fumlaust og gætilega
lagði ég þær til hinstu hvílu
og hélt minni ferð áfram
 
Íris Sif Kristjánsdóttir
1980 - ...


Ljóð eftir Írisi Sif Kristjánsdóttir

Andstæður
Milli Þilja
Prozac
Húm
Hinsta hvíla
Orrusta