

Ástfangin ský
á skærbláum himni
skína.
Og æðarblikinn auga hýru rennir
til ungkollu
sem syndir feimin framhjá.
En strákarnir á stelpuskjátur
stara.
Þotur fljúga og festingu bláa
feta
í háum boga og blikandi vængjum
blaka.
Og bílarnir á bónorðsferðum
bruna
með eld í æðum
yfir Tjarnarbrúna.
á skærbláum himni
skína.
Og æðarblikinn auga hýru rennir
til ungkollu
sem syndir feimin framhjá.
En strákarnir á stelpuskjátur
stara.
Þotur fljúga og festingu bláa
feta
í háum boga og blikandi vængjum
blaka.
Og bílarnir á bónorðsferðum
bruna
með eld í æðum
yfir Tjarnarbrúna.