Svo bregðast bambusprik sem önnur prik
Ég er kominn heim með dreifðan huga og flokkað ólyndi.
Um leið og ég finn lyktina af olíu og gömlum appelsínum
veit ég að ég hef brugðist sjálfum mér í dag
eins og reyndar flesta daga.
Ég veit líka að ég á eftir að halda því áfram
ekki síst vegna þess að allir aðrir eiga eftir að ljúga,
ljúga því að ég hafi ekki brugðist þeim,
að ég hafi sigrað meðaltalið,
sé í efri kantinum.
Ég veit að þetta á eftir að gleðja mig
ég á eftir að vera sammála þessum optímisstum
og margsanna fyrir sjálfum mér að þetta sé...
í raun og veru rétt hjá þeim,
ég sigraði meðaltalið
var langt því frá lélegastur.

Þegar þessum blekkingarleik lýkur loksins
horfi ég í skeiðina,
þessa sem ég nota til að borða verðlaunaísinn,
og sé spegilmynd mína, óhugnalega raunverulega.
Á hvolfi, næstum efstur verður næstum neðstur
og ég geri mér grein fyrir því, aftur,
að ég er fljótandi á botninum
með hinum, þeim sem sviku, brugðust,
þeim sem sögðu að þetta væri of erfitt
og ákváðu því að reyna ekki.

 
árni
1982 - ...


Ljóð eftir árna

Án titils 1
Óheppileg Kompósísjón (nr. 3)
Premier Amour
án titils
Random aesthetics
Sigga
Svo bregðast bambusprik sem önnur prik