atómssprengjan
ég finn fyrir tilfinningu...

hún byrgist inní mér eins og atómsprengja sem þráir að komast út

ég tek stökkið!

gríp blýant í hönd

og rauðu bókina mína úr tiger

og ég flegi orðunum útúr mér og sprengi heila síðu

og þarna er hún

atómsprengjan

fullkomin á blaði

en ég er ekki gáfuð

atómssprengjan mín er ekki fullkomin stafsetnig

en það vilja allir breyta sprengjunni minni í það rétta

ég get ekki breytt því liðna

atómssprengjan er sprungin

hún verður ekki heil

ég get ekki lífgað upp stafina

þeir eru steindauðir á blaðinu

en samt tilfinngar mínar

 
Gunna
1989 - ...
þetta samdi ég til allra sem lesa ljóðin mín, hvorki ég né þau eru fullkomin.


Ljóð eftir Gunnu

Píkuhár Með Klofnum Endum
Sundurskorin
Ástarjátning Býflugunar (ofurrím drottning)
Botnlaust fall
Fagurroð
bassinn minn
atómssprengjan