

Myllusteinn barnæskunnar
dregur mig niður í djúpið
en ég sporna við fótum
Hægt, ofurhægt og varlega
klóra ég mig upp mosagróinn
brunnvegginn
Treð tánum inn í sprungurnar
Ljóskeilan færist nær
og myllusteinninn léttist
Sólargeislarnir kitla
mig í nefið er ég klifra
yfir kantinn
Myllusteinn barnæskunnar
horfinn, gleymdur
og geymdur en aldrei grafinn
dregur mig niður í djúpið
en ég sporna við fótum
Hægt, ofurhægt og varlega
klóra ég mig upp mosagróinn
brunnvegginn
Treð tánum inn í sprungurnar
Ljóskeilan færist nær
og myllusteinninn léttist
Sólargeislarnir kitla
mig í nefið er ég klifra
yfir kantinn
Myllusteinn barnæskunnar
horfinn, gleymdur
og geymdur en aldrei grafinn