augnablikk
stend við gluggann og horfi á umhverfið
umferðina, fólkið
horfi stíft, blikka augum
en áfram koma engar myndir fram
nema í huga mér

stend við gluggann og horfi á umhverfið
en sé ekkert
augun hafa sofnað
dáið
myrkrið hefur gleypt þau

stend við gluggann og hlusta á umhverfið
umferðina, fólkið
mikið er gott að
skilningarvitin eru fleiri en eitt  
Trilla
1964 - ...


Ljóð eftir Trillu

Myllusteinn
von
dimmir dagar
sveiflur
þögnin í hljóðinu
augnablikk
kynni
Tveir vatnsdropar