þögnin í hljóðinu
Ljósin dofna
og myrkrið tekur yfir
umvefur heitar ljósaperurnar
og bylgjast um herbergið

síðustu tónar myndarinnar
hverfa af skjánum um leið
og ég sný mér í dúnamjúku rúminu
og dreg sængina yfir mig

Umhverfishljóðin drukkna í þögninni
og þögnin fæðir af sér umhverfishljóð

brak stigans, fall regndropans
hvin vindsins og andardráttur minn
allt blandast þetta saman
í hvirfilbil nútímans  
Trilla
1964 - ...


Ljóð eftir Trillu

Myllusteinn
von
dimmir dagar
sveiflur
þögnin í hljóðinu
augnablikk
kynni
Tveir vatnsdropar