

Það er á svona dögum
sem ég hef svo
óskaplega lítið
að segja.
Hendur mínar enn angandi
af salmíaksskotinni sítrónulykt.
Skúringaminningin
sveimandi um í bakinu.
Hálsinn þurr
af uppburstuðu ryki.
Og loðin tungan
fylgist áhugalaus með
hugsunum mínum
í líki
Ajax-stormsveips
reyna að taka sig til.
sem ég hef svo
óskaplega lítið
að segja.
Hendur mínar enn angandi
af salmíaksskotinni sítrónulykt.
Skúringaminningin
sveimandi um í bakinu.
Hálsinn þurr
af uppburstuðu ryki.
Og loðin tungan
fylgist áhugalaus með
hugsunum mínum
í líki
Ajax-stormsveips
reyna að taka sig til.