GRASAGARÐURINN Í KAUPMANNAHÖFN
Allt baðað sólskini.
Fólk á göngu.
Fjölskyldur í göngutúrum.
Eldra par með vinkonu,
hann með hatt hún með slæðu,
hin með kollu.
Par í bríma tekur heilan bekk.

Allt baðað sólskini.
Nefin snúa að geislunum.
Sum köld og eitt á eiginkonu.
Hendur í vösum.
Hendur í lófum.
Vettlingar á sumum.
Kræktir armar.

Allt baðað sólskini.
Önd í kafi.
Endur að synda.
Sjófuglar frekjast.
Svanir ekki komnir.
Smáfuglar tísta.
Allir eru fuglar.

Allt baðað sólskini.
Glerhöllin.
Glerhöllin sem gullhús.
Glerhöllin sem geislahús.
Glerhöllin er lokuð fram í maí.
Glerhöll úr kjólamynd.
Glerhöllin óraunveruleg, samt hér.

Allt baðað sólskini.
Par í bríma sem og annað.
Kræktir armar sem og annað.
Allir fuglar sem og annað.
Óraunveruleg höllin sem og annað.
Vonirnar sem og annað.
Við sem og annað.
 
Ásgeir Beinteinsson
1953 - ...


Ljóð eftir Ásgeir Beinteinsson

NORÐURLJÓSIN
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN 17. JÚNÍ 2002
LÍFIÐ
FYRIR INGU
TILGANGURINN
GRASAGARÐURINN Í KAUPMANNAHÖFN
ÞROSKINN
MAÐURINN Á HJÓLINU
NÚTÍMINN
TIL KONU
Unglingurinn
UPPALANDINN
RITAÐAR HUGSANIR
GUÐ ER TIL
FIMMGANGUR
SPURNINGAR
STYTTAN
ÞUNGLYNDI
GEGNSÝNI
LÍFIÐ, TÍMINN OG ALDURINN
PÓLITÍKUSINN
PRÓFIÐ
TÍMINN VIÐ UPPELDISSTÖRF
BLÓMIN Í GARÐINUM
DÆMALAUS
ÞAR SEM VEGUR FINNUR VOG
VORIÐ Í REYKJAVÍK
PASSA AÐ LJÓSMYNDIR
68
VIÐ
STJÓRNMÁLAMENN
LAUGAÐUR
ÓHEPPNA BARNIÐ
MANNLEGT EÐLI
JÓLALJÓS
Jólin 2004
JÓLIN 2005
LJÓÐRÆNAN Í MÉR
MAÐURINN
LANDSKEPPNIN
MERKIN MERKILEGU
HAMINGJAN
SKÓLASTJÓRINN
LÁTA AÐRA GUÐI Í FRIÐI
SUMARBLÓÐ