Tómið
Ég ligg í myrkrinu og hlusta á tár mín drjúpa á koddann, og reyni að hugsa ekki um tómið við hlið mína. Á næturna vakna ég við að vera að teygja mig eftir þér en aldrei finn ég þig, og alltaf er það jafn sárt að finna kalt tómið í staðinn fyrir mjúka og heita húð þína. Ég ýminda mér að þú sért hérna hjá mér og haldir utan um mig líkt og þú gerðir forðum, en það eina sem umlykur mig er kaldur veruleikinn sem er að þú munt aldrei koma heim. Hann Guð leggur okkur lífið, og þitt líf sem átti að vera svo miklu lengra varði stutt. Þú varst hrifsaður frá mér er ég þarfnaðist þín mest, sem mun alltaf hafa verið. Þarfnaðist faðmlags þíns, ástar þinnar, rödd þinnar og fyrst og fremst þín. Þegar ég ligg hérna í myrkrinu og hugsa hve heitt ég hata örlög þín þá faðma ég koddan þinn og reyni að finna einhvern vott af lykt þinni í honum og á endanum sofna ég úti frá hugsunum um þig,og dreymi að þú sért hér hjá mér en um leið og ég vakna mun ég finna myrkran sársaukann koma aftur til mín og umlykja mig að eilífu.
Þetta er tileinkað þeim öllum sem hafa misst maka.