Gamla konan á Hlemmi
Kuldaleg konas sem situr á bekk,
kramin á sál og á hjarta.
Reynir mest megnis að vera geðþekk,
meðan ríkisbubbarnir kvarta.
Talar um allt milli himna og helju,
hvort við mig eða þig eða aðra.
Og þó þú rífir kjaft og kallir hana belju,
þá hættir hún samt ekki að blaðra.
Hún veit hluti sem fáir vita,
hefur frætt mann um annað og eitt.
Sagt agnarsögur og veit öðrum hita,
en aldrei fengið fyrir það greitt.
Það þykjist enginn þekkja hana,
þegar hún kastar á fólkið hæ.
En þegar sakna fer það sagnanna,
þá skíst það til hennar niður í bæ.
Hún dvelur þarna alla daga,
dásamlegt er hennar gagn.
Og sjaldan verður þreytt sú saga,
er segist hún taka næsta vagn.
kramin á sál og á hjarta.
Reynir mest megnis að vera geðþekk,
meðan ríkisbubbarnir kvarta.
Talar um allt milli himna og helju,
hvort við mig eða þig eða aðra.
Og þó þú rífir kjaft og kallir hana belju,
þá hættir hún samt ekki að blaðra.
Hún veit hluti sem fáir vita,
hefur frætt mann um annað og eitt.
Sagt agnarsögur og veit öðrum hita,
en aldrei fengið fyrir það greitt.
Það þykjist enginn þekkja hana,
þegar hún kastar á fólkið hæ.
En þegar sakna fer það sagnanna,
þá skíst það til hennar niður í bæ.
Hún dvelur þarna alla daga,
dásamlegt er hennar gagn.
Og sjaldan verður þreytt sú saga,
er segist hún taka næsta vagn.