Í auga stormsins
Stormurinn hafði augun á honum
Heiminum það er að segja.

Og heimurinn og stormurinn
Horfðust í augu.

Eins og ástfangið par.

---

Á Súfistanum starir innilokuð vindhviða
Út um tvöfalt glerið.

Drekkur sömu tárin.
Meðan þrír metrar á sekúndu.

Brenna upp í svörtum öskubakka

---

Hann var fyrri til að blikka
Í Hafnarfirði slotaði vindinum

Og heimurinn brosti við mér
Skartaði sínu fegursta.

Enda sunnudagsmorgunn.

---

Stattu þig, stattu þig, stattu þig.
Drengur að gera lífstykkin.

En gerðu þau hljóðlega.
Og hittu mig fyrir.

í dapurlegu himnaríki.

---

Þá skal ég hlæja
Benda á sjálfan mig

Og brenna upp
eins og vindurinn.

Í svörtum öskubakka.

---

Heimurinn tók augun af honum
Storminum það er að segja.

Og heimurinn og stormurinn
Fjarlægðust hvort annað.

Með ástarblik í augum.
 
Örn Símonarson
1980 - ...


Ljóð eftir Örn

Í auga stormsins
Fyrir Goffman
Sólarhringur
Grænland