

Sakleysið kom til mín
á svörtum dularklæðum
og sótti um grið hjá mér.
Með augun full af ótta
angist í hverju spori
og sótti um grið hjá mér.
Ég tók hana fast í fangið
faðmaði og kyssti.
Grét og bað til Guðs
að gæta hennar með mér.
En þrótturinn var þorrinn
þjáning í veiku hjarta
hjá sakleysinu svarta
sem sótti um grið hjá mér.
Ég lét svæfa hana svefninum langa
sakleysið -sem fékk engin grið hjá mér.