

Sindrað sólu er vatnið
snævi þaktir tindar
lifna ljúfar stundir
og lýsa í huga mér.
Siluns lonta í læknum
lómar syngja að kvöldi
fuglar kvaka í kjarri
og kyndug fluga á vegg.
Leikum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.
Tímar hafa liðið
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.
Þó man ég enn í muna
margan bernsku unað.
Yndisfögur æskan
er enn í huga mér.
snævi þaktir tindar
lifna ljúfar stundir
og lýsa í huga mér.
Siluns lonta í læknum
lómar syngja að kvöldi
fuglar kvaka í kjarri
og kyndug fluga á vegg.
Leikum við í túni
létt á fæti að vori
við lítinn kátan hvolp.
Tímar hafa liðið
talin nú hver stundin
er tifar æviveg.
Þó man ég enn í muna
margan bernsku unað.
Yndisfögur æskan
er enn í huga mér.