

Ég man,
dreng og stúlku,
hönd í hönd
á fallegum vordegi.
Sólin kitlar rjóða vanga
og fuglarnir syngja þeim ástarljóð.
Hún með gulan fíflavöndinn
sem hann týndi,
aðeins henni.
Ég man,
mann og konu,
örþreytt
í amstri dagsins.
En að kvöldi loksins saman,
tvö ein og faðmast.
Hún með brosið
sem hún sendir,
aðeins honum.
Nú gömul hjón,
hönd í hönd
á fallegum haustdegi.
Vindurinn blæs um roskna vanga
og fuglarnir syngja þeim kveðjusöng.
Geymum í hjörtum ljúfar minningar
sem eru,
aðeins okkar.
dreng og stúlku,
hönd í hönd
á fallegum vordegi.
Sólin kitlar rjóða vanga
og fuglarnir syngja þeim ástarljóð.
Hún með gulan fíflavöndinn
sem hann týndi,
aðeins henni.
Ég man,
mann og konu,
örþreytt
í amstri dagsins.
En að kvöldi loksins saman,
tvö ein og faðmast.
Hún með brosið
sem hún sendir,
aðeins honum.
Nú gömul hjón,
hönd í hönd
á fallegum haustdegi.
Vindurinn blæs um roskna vanga
og fuglarnir syngja þeim kveðjusöng.
Geymum í hjörtum ljúfar minningar
sem eru,
aðeins okkar.
Haustið 2004