Óður til útsýnis
Er eitthvað
ljúfara
en að sitja
í hvíta hægindastólnum
á vetrarkvöldi
fyrir framan
stofugluggann
sem snýr í norður,
horfandi á
ljósin
sen lýsa
hinum megin
við voginn.
Agndofa
yfir litadýrð
þeirra perlu
sem vakir
yfir borgarbúum
líkt og móðir
vakir yfir
veiku barni.
Héðan
er allt svo kyrrt
og friðsælt,
ekkert sírenuvæl
og engin
skerandi öskur
óréttlætis.
Það eina sem
heyrist
eru ljúfir
og suðrænir tónar
sem berast
úr einu horninu.
 
Eðvald Einar Stefánsson
1973 - ...


Ljóð eftir Eðvald Einar Stefánsson

Viska
Dapurleiki
Óður til brúðartertu
Hjal elskuhugans
Óður til skálds
Óður til útsýnis