

Ljósin dofna
og myrkrið tekur yfir
umvefur heitar ljósaperurnar
og bylgjast um herbergið
síðustu tónar myndarinnar
hverfa af skjánum um leið
og ég sný mér í dúnamjúku rúminu
og dreg sængina yfir mig
Umhverfishljóðin drukkna í þögninni
og þögnin fæðir af sér umhverfishljóð
brak stigans, fall regndropans
hvin vindsins og andardráttur minn
allt blandast þetta saman
í hvirfilbil nútímans
og myrkrið tekur yfir
umvefur heitar ljósaperurnar
og bylgjast um herbergið
síðustu tónar myndarinnar
hverfa af skjánum um leið
og ég sný mér í dúnamjúku rúminu
og dreg sængina yfir mig
Umhverfishljóðin drukkna í þögninni
og þögnin fæðir af sér umhverfishljóð
brak stigans, fall regndropans
hvin vindsins og andardráttur minn
allt blandast þetta saman
í hvirfilbil nútímans