Hamingja á bleiku skýi
Í nótt dreymdi mig draum
ég og þú vorum stödd á utopískum stað.

Við drukkum malt
ég söng og þú spilaðir á óbó
á meðan ellefu dvergar dönsuðu í takt við melódíurnar frá okkur.

Í fyrsta sinn á ævinni brostir þú
tár rann niður vanga minn.
Ég vissi að loksins hafðir þú fundið hamingjuna sem að þú hafðir svo lengi leitað að.  
Blængur
1981 - ...


Ljóð eftir Blæng

Blóð Sálar minnar
Heimsendir
Hamingja á bleiku skýi
Þögnin