Endurfæðingin
Ég mætti gömlum manni á leið minni heim úr vinnunni í dag.
Hann var með hvítt alskegg og á höfðinu hafði hann ljósgræna húfu, sem mér sýndist í fyrstu vera skátahúfa. Gat það verið að þessi aldni maður væri skáti? Hugsaði ég með sjálfri mér.
En við nánari athugun fannst mér það frekar ólíkleg tilgáta. Því ekki gat ég sett mér hann fyrir sjónir sitjandi við varðeld syngjandi skátasöngva. Né heldur marsérandi í skrúðgöngu á sautjánda júní á stuttbuxum í grenjandi rigningu.
Hann virtist einfaldlega of gamall og feitur til þess að taka þátt í þess konar ævintýrum.
Ég gaf honum nánari gætur, hvíta alskeggið, bústnar rauðar kinnarnar, það vantaði
bara rauða húfu í stað þeirrar grænu til þess að þetta gæti
verið jólasveinn.
Ég sló því föstu að sú væri raunin, þetta
væri jólasveinn í frekar tötralegum dulbúningi.
Og hann væri líklega bara að frílysta sig hér í höfuðborginni. Njóta þess að hverfa í fjöldann svona óeinkennisklæddur.
Nú var líka mesta jólaæðið runnið af mannfólkinu enda komið fram undir vor.
Ég leit á gamla manninn nokkuð ánægð með niðurstöðu mína. En fannst samt sem áður eins og eitthvað væri öðruvísi en það ætti að vera.
Hann var þegar betur var að gáð fremur ó-jólasveinalegur í hreyfingum, þótt roskinn væri og sver um sig. Hann hafði frekar göngulag ungs manns. Og jafnframt var hann, eins og svo mörg gamalmenni nánast barnalegur í fasi
Og þessi ljósgræna húfa. Græn eins og vorið...
Skyndilega varð mér ljóst hver hann var.
Hann var vorið... Mætt í tötrum vetrarins 'að því komið að kasta lörfunum og koma til okkar allra sem yndislegt vor.
Hann var með hvítt alskegg og á höfðinu hafði hann ljósgræna húfu, sem mér sýndist í fyrstu vera skátahúfa. Gat það verið að þessi aldni maður væri skáti? Hugsaði ég með sjálfri mér.
En við nánari athugun fannst mér það frekar ólíkleg tilgáta. Því ekki gat ég sett mér hann fyrir sjónir sitjandi við varðeld syngjandi skátasöngva. Né heldur marsérandi í skrúðgöngu á sautjánda júní á stuttbuxum í grenjandi rigningu.
Hann virtist einfaldlega of gamall og feitur til þess að taka þátt í þess konar ævintýrum.
Ég gaf honum nánari gætur, hvíta alskeggið, bústnar rauðar kinnarnar, það vantaði
bara rauða húfu í stað þeirrar grænu til þess að þetta gæti
verið jólasveinn.
Ég sló því föstu að sú væri raunin, þetta
væri jólasveinn í frekar tötralegum dulbúningi.
Og hann væri líklega bara að frílysta sig hér í höfuðborginni. Njóta þess að hverfa í fjöldann svona óeinkennisklæddur.
Nú var líka mesta jólaæðið runnið af mannfólkinu enda komið fram undir vor.
Ég leit á gamla manninn nokkuð ánægð með niðurstöðu mína. En fannst samt sem áður eins og eitthvað væri öðruvísi en það ætti að vera.
Hann var þegar betur var að gáð fremur ó-jólasveinalegur í hreyfingum, þótt roskinn væri og sver um sig. Hann hafði frekar göngulag ungs manns. Og jafnframt var hann, eins og svo mörg gamalmenni nánast barnalegur í fasi
Og þessi ljósgræna húfa. Græn eins og vorið...
Skyndilega varð mér ljóst hver hann var.
Hann var vorið... Mætt í tötrum vetrarins 'að því komið að kasta lörfunum og koma til okkar allra sem yndislegt vor.