stöðug sannfæring
kannski get ég skrifað ljóð
og texa í formi bundins máls
kannski get ég hætt að reykja
var að taka smók
kannski get ég sparað
lagt fyrir og lifað hverju?

get ég breytt því sem nútíminn
sannfærir mig um framtíðina
-sjá titil
„nútíð sannfærir mig um framtíð“
hugsa ég og finnst það hljóma
voða djúpt
hvað er djúpt fyrir hvern
er dýpið djúpt
hugsa ég í kjölfarið og reyni
að kryfja djúpt í \"mitt\" dýpi

hvað eru þessi \"hin\" annað
en sama útgáfa og ég
þau halda að þau séu \"ég\"
halda sig mig
en ég veit að
ég er \"ég\"
en er ekki viss um hvað
þau halda um þetta

einhversstaðar
geta allir verið bara \"ég\"
án laga
og stöðugrar endurútgáfu

þegar nútíðin hættir
blæs andinn allt annað
burt svo þau geti loks verið \"ég\"
skrifa ég aftur og
sannfæri mig um svefninn
fara sofa værum nætursvefni
og vakna „ég“ aftur á morgun
vera „ég“ í skólanum
„ég“ í vinnu um kvöld og aftur
og aftur held ég áfram
að endurspegla það sem
ég tel mér í trú um að sé „ég“
með lögum
þó ekki eins og
gengur og gerist
heldur nokkur innstu
ósnertu lögin
ógreinanleg nútíð

sundurgreining er geðveiki
hulin sannfæringarvillum
-allstaðar

og ég skrifa
því sundurgeini ég „ég“ lögin
gegn eigin sannfæringu?
 
AnnaT
1983 - ...


Ljóð eftir ÖnnuT

Martröð Vesturlandanna
Þú
Vonbrigði dagsins að kvöldi til
Hugsunarhætta
Gæfusmiður
Valfrjáls vilji
Innrituð
Jarðbundin framkvæmdarmaður sem vill öryggi
Bara svona hugdetta
Tómar flöskur
Súr mjólk, já takk
Misjafnir barmar
Hr. Karma
Óþolinmóð julla
Landnemar Íslands
vitfirring
Gott til glóðarinnar
Tíminn
Sandkorn og stjörnur
Ráð?
Nóttin mín
Dóttir fáfræðinnar
Ringluð
desemberútgáfa
stöðug sannfæring
1. p. ft