Andnauð
Þú hendist niður hlíðina, valkoppar og finnst þú eiga heiminn. Þér finnst þú fær í flestan sjó og ætlar þér að sigra heiminn sjálfan.
En þú átt ekki von á að misstíga þig á leiðinni niður.
Þú misstígur þig og ég er svo óheppin að lenda undir fæti þínum.
Risavaxinn fóturinn lendir ofan á brjóstkassa mínum með miklum þunga.
Það miklum að mér reynist erfitt að anda.
Einhverra hluta vegna gleymir þú að taka fótinn af brjóstkassa mínum og er hann þar enn, þar sem ég ligg undir rótum hlíðarinnar.
 
Ypsilon
1977 - ...


Ljóð eftir Ypsilon

Ástsjúka öspin
Hæg breytileg norðanátt (gengur á með skúrum)
Karlmenni
Andnauð
Snaran
Lítil stúlka