Snaran
Hún er ung að árum,
of ung til að kynnast sársaukanum.
Snöru er komið fyrir um háls hennar,
en þó gætt þess að hafa hana nógu víða
til að valda ekki of miklum óþæginum
- uss, er sagt, uss!
Næstu árin fylgir snaran henni hvert fótmál.
Hún hefur elst, orðin fullorðin að eigin mati.
Hert er á snörunni svo hún finnur fyrir töluverðum óþægindum
- uss, er sagt, uss!
Hún á orðið erfiðara með að fara ferða sinna því óþægindin
undan snörunni valda henni ama.
Hún heldur áfram að eldast, orðin hokin af reynslu.
Fólk keppist við það að herða snöruna að hálsi hennar
svo sársaukinn er orðinn gífurlegur.
- uss, segir hún, uss!
Snaran er svo hert að hálsi hennar að hún er blá í framan,
augun standa á stilkum sínum og munnvatnið lekur í
stríðum straumum niður höku hennar.
Þetta er ekki fögur sjón og hún sjálf veit það manna best.
of ung til að kynnast sársaukanum.
Snöru er komið fyrir um háls hennar,
en þó gætt þess að hafa hana nógu víða
til að valda ekki of miklum óþæginum
- uss, er sagt, uss!
Næstu árin fylgir snaran henni hvert fótmál.
Hún hefur elst, orðin fullorðin að eigin mati.
Hert er á snörunni svo hún finnur fyrir töluverðum óþægindum
- uss, er sagt, uss!
Hún á orðið erfiðara með að fara ferða sinna því óþægindin
undan snörunni valda henni ama.
Hún heldur áfram að eldast, orðin hokin af reynslu.
Fólk keppist við það að herða snöruna að hálsi hennar
svo sársaukinn er orðinn gífurlegur.
- uss, segir hún, uss!
Snaran er svo hert að hálsi hennar að hún er blá í framan,
augun standa á stilkum sínum og munnvatnið lekur í
stríðum straumum niður höku hennar.
Þetta er ekki fögur sjón og hún sjálf veit það manna best.