Draumur
Úr krystal-glasi gullið drakk ég vín,
og gleðin kyssti varir mér.
Í djörfum leik sér lyfti sála mín,
sem lausklædd mey í dansinn fer.

Ég skæru glasi hélt í hendi fast,
sem hönd það væri á kærum vin.
En, minnst er varði, bikar sundur brast
og brotin skáru æð og sin.  
Hannes Hafstein
1861 - 1922


Ljóð eftir Hannes Hafstein

Stormur
Nei, smáfríð er hún ekki
Þorsklof
Sprettur
Fjalldrapi
Ástarjátning
Sprettur
Strikum yfir stóru orðin
Þegar hnígur húm að Þorra
Vísur á sjó
Hraun í Öxnadal
Draumur
Áraskiptin 1901 - 1902
Ást og ótti