

Ég keyri þrumuna
Þú situr í framsætinu og baðar út höndunum
Þetta er allt að endurtaka sig
í áttunda sinn.
Hví hallaru þér ekki yfir handbremsuna og skransar einum koss í andlit mitt.
Hví leggur þú ekki hönd á læri mér
leifir mér að sleppa gírstönginni og snerta hitt þitt.
Þú kennir mér svo vel, spyrð mig svo vel
Ekki hafa hjarta mitt á biðskyldu
og tilfinningar mínar á stöðvunarskildu
hættum í umferðarmerkjum og sendu mér raunveruleg merki...
Merki um að mér sé óhætt að elska þig.
Ég skutla mér heim, þú keyrir burt.
Bara ef næsti ökutími væri í kvöld!!