Bæn
Mætti ég biðja
að sjónbaugurinn verði réttur
í beina línu
svo vonin hverfi ekki
í veltingi daganna
mætti ég fá stórstreymi
yfir tímasker
og angistarála
berast með ástinni
út fjörðinn
án þess að nokkur
finni spor mín
á ströndinni
 
Sigrún Björnsdóttir
1956 - ...


Ljóð eftir Sigrúnu Björnsdóttur

Fyrir fugl
Fótsterk
Glersjór
Í nýja hörpustrengi
Bæn
Flugdraumur