Nútíminn
klink, klonk
vélin tikkar
ég tannhjól
bjallan hringir
ég slefa
hugsa augnablik
um hunda Pavlovs
svo um samlokuna
sem bíður mín
þessar fimmtán mínútur
Á ÉG
(skv. kjarasamningi)
helli kaffi í bolla
og hugsa:
\"dag einn mun ég
henda hnífnum mínum
í gangverkið
skera á tjóðrið
sem bindur mig
við básinn
guð ætlaði mér
meira en þetta!
ég ætla að skríða úr púpunni
breiða út vængina
dag einn\"
bjallan glymur
ég sturta í mig restinni
af kaffinu
lulla aftur
að borðinu mínu
og munda hnífinn
vélin tikkar
ég tannhjól
bjallan hringir
ég slefa
hugsa augnablik
um hunda Pavlovs
svo um samlokuna
sem bíður mín
þessar fimmtán mínútur
Á ÉG
(skv. kjarasamningi)
helli kaffi í bolla
og hugsa:
\"dag einn mun ég
henda hnífnum mínum
í gangverkið
skera á tjóðrið
sem bindur mig
við básinn
guð ætlaði mér
meira en þetta!
ég ætla að skríða úr púpunni
breiða út vængina
dag einn\"
bjallan glymur
ég sturta í mig restinni
af kaffinu
lulla aftur
að borðinu mínu
og munda hnífinn