Entrópía
Hinn gullni meðalvegur
er hvorki gullinn
né auðfinnanlegur (þótt nafnið bendi til annars)

Hann liggur upp bratta fjallshlíð,
grýttur, á köflum
illfær

Við veginn stendur fjöldi
auglýsingaskilta sem hvetja þig
til að ganga aðrar, auðveldari leiðir

Þú sérð stóran hluta samferðamanna þinna
villast af leið í leit að móðurkviði

Skylda þín, sem fullorðins manns,
er að bíta á jaxlinn,
stika slóðina og sýna fram á
að hún sé fær

Ef þér mistekst er áfangastaðurinn Entrópía
(sem er, nota bene, ekki land í Afríku)  
Sigurður Ólafsson
1974 - ...


Ljóð eftir Sigurð Ólafsson

Skuggi

Hatur (All you need is love)
Þungi tímans
Afi
Sigga Thea
Kakófaní
Mánudagsmorgunn
Entrópía
Hvað starfar þú? (spurt í fjöskylduboði yfir kakóbolla)
Apaspil
Síðasti vagn í Fossvoginn
Grímur
Excel
Hvað ef?
Trójuhestur
Post-coital
Að yrkja 1
Að yrkja 2
Nútíminn
Systir mín
1
2
3
4