Nútíminn
klink, klonk
vélin tikkar
ég tannhjól
bjallan hringir
ég slefa
hugsa augnablik
um hunda Pavlovs
svo um samlokuna
sem bíður mín

þessar fimmtán mínútur
Á ÉG

(skv. kjarasamningi)

helli kaffi í bolla
og hugsa:

\"dag einn mun ég
henda hnífnum mínum
í gangverkið

skera á tjóðrið
sem bindur mig
við básinn

guð ætlaði mér
meira en þetta!

ég ætla að skríða úr púpunni
breiða út vængina

dag einn\"

bjallan glymur
ég sturta í mig restinni
af kaffinu

lulla aftur
að borðinu mínu

og munda hnífinn
 
Sigurður Ólafsson
1974 - ...


Ljóð eftir Sigurð Ólafsson

Skuggi

Hatur (All you need is love)
Þungi tímans
Afi
Sigga Thea
Kakófaní
Mánudagsmorgunn
Entrópía
Hvað starfar þú? (spurt í fjöskylduboði yfir kakóbolla)
Apaspil
Síðasti vagn í Fossvoginn
Grímur
Excel
Hvað ef?
Trójuhestur
Post-coital
Að yrkja 1
Að yrkja 2
Nútíminn
Systir mín
1
2
3
4