Hversdagsþankar
Ligg andvaka
og fer yfir lífið
andartaksgleði
brýst fram
örskotastund
er minningin vaknar
svefhöfginn góði
færist yfir
og náðarfaðmur
óminnis
umvefur mig.
Ég vakna seint um óttu
í ljósaskiptunum
við píp í förunauti
ég rís úr rekkju í
morgusárið og
fer fram í eldhús
borða hafragrautinn
og rúgbrauðið
og þorskalýsið
set bílinn í gang
í frosti og funa
og keyri af stað
Fólkið bíður í röð
við ljósin rauðu
grænleit skiman fellur á fölleit
andlitin þegar
mislit blikktækin liðast
áfram hvert á sinn
áfangastað
ég kveiki á tölvunni
og horfi vonbjörtum
augum á skjáinn.
Heimkoman er blandin
tilhlökkun sem drukknar
í hversdagsleikanum
það gutlar í marglita regnbogans
vökvanum , þegar strýkur
hvítleitt tauið
hugurinn víða flakkar
gleðin er samt svo vinarsnauð
-vonarsnauð
Hvernig verður heimurinn
eftir 40000 þúsund ár
verður þá sjónvarp
bílar
reiðhjól
vor?
og fer yfir lífið
andartaksgleði
brýst fram
örskotastund
er minningin vaknar
svefhöfginn góði
færist yfir
og náðarfaðmur
óminnis
umvefur mig.
Ég vakna seint um óttu
í ljósaskiptunum
við píp í förunauti
ég rís úr rekkju í
morgusárið og
fer fram í eldhús
borða hafragrautinn
og rúgbrauðið
og þorskalýsið
set bílinn í gang
í frosti og funa
og keyri af stað
Fólkið bíður í röð
við ljósin rauðu
grænleit skiman fellur á fölleit
andlitin þegar
mislit blikktækin liðast
áfram hvert á sinn
áfangastað
ég kveiki á tölvunni
og horfi vonbjörtum
augum á skjáinn.
Heimkoman er blandin
tilhlökkun sem drukknar
í hversdagsleikanum
það gutlar í marglita regnbogans
vökvanum , þegar strýkur
hvítleitt tauið
hugurinn víða flakkar
gleðin er samt svo vinarsnauð
-vonarsnauð
Hvernig verður heimurinn
eftir 40000 þúsund ár
verður þá sjónvarp
bílar
reiðhjól
vor?