Sjálfskaparvítið
Einn ég hnípinn sit
heima og húki
helgin liðlanga
líður vonarsnauð
æskudraumur sýnist
sjónum horfinn
tröllum gefinn
glötuð hamingjan

Rafskynjuð boðin
berast flækum víra
hjartað feilslag tekur
flæðir adrenalínið
titrandi fingrum
fer um lyklaborðið
slæ inn stafi
og sendi í ómælið

 
Júlíus Einar
1950 - ...


Ljóð eftir Júlíus Einar

Vorkoman
Hversdagsþankar
Sjálfskaparvítið
kveðjulok
Földu ræturnar
Vonarganga
Morgunsárið
Bíóferð
Fortíðarörlög
Heilræða-hending
Við flæðarmálið
Hvítar tennur
Pósturinn í eftirmiðdaginn
Ástin í tvíhlið