Eftirsjá
Minningar eru á misjafnan hátt,
sem megum í hjartanu geyma.
Í einhverjum þinna átti ég þátt,
sem erfitt þér reynist að gleyma.
Nú æskunnar dökku atburði lít,
sem ábygur faðir barna.
Einelti hvers konar úthrópa hlýt.
og afsaka veginn farna.  
Þórður Vilberg
1966 - ...
Ljóðið varð til eftir að ég las 30 ára gamlar skóla-minningar bekkjarsystur og fórnarlambs eineltis.


Ljóð eftir Þórð Vilberg

Hugarflug
Gæði ?
Einn
Sönn saga
Bræðralag
Ást við fyrstu sýn ?
Eftirsjá