Eivært
úr fjalli háu
flísin losnar
rúllar hratt og
hrapar niður
stendur á velli
stjarfa grjótið
stöðugt er það
stóra grjótið

vindar hvassir
vinna ekki
grjótið stóra
stendur stöðugt
bærist ekki
bugast aldrei
en er þó ekki
ósigrandi

vatnið sigur vinnur hægan
vætir yfirborðið
molar grjótið myndar þægan
minna er það orðið

lítill steinninn
lifir ennþá
undan vindi
lætur aldrei
stendur kyrr og
strýkur aldrei
fastur situr
fýkur aldrei

smái steinninn
steyptur er úr
sama steini og
stóra grjótið
þó að grjótið
þolað hafi
dvínun mikla
dropa vegna

dynja vatnsins veiku högg
á vota steininn lúna
svo á steininn svífur dögg
og sandur er hann núna

út og suður
sandur fýkur
vegna vinds og
vægrar golu
stöðugleika
steinsins litla
vantar léttu
litlu korni

samt sem áður
inniheldur
alltaf ögnin
agnarsmáa
stóra grjótsins
sterka kjarna
þótt hann minnki og
þoli mikið
hann hverfur aldrei
aldrei alveg



mars-maí 2005
 
Eggið
1987 - ...


Ljóð eftir Eggið

Er Gunnar við?
Málleysingar
Tónlist
Gottlieb und Uta... in Utah
Íhald Runnans
Eftirá tjáning
sms
Málhringjafundur
Ei lát veðrið á þig fá
Hvílu kveðja
steinar
Dalurinn
\"augun eru gluggar sálarinnar\"
nálæg lausn?
Ónýttur eldur
Þróun samskipta
Skjöldur
Ekki eins og það ætti að vera
\"FIMM MILLJÓNIR!\"
Eivært
Eymd í flösku
Efnafræði
Reykjavík
Eskimóar
...glæta?
Tvær manneskjur