Földu ræturnar


Þessi ólukkans fjandans fælni
fullgerð virtist af rælni
stend þó styrkum fótum
en sjálfur að glíma samt forðast
þótt fari tíminn senn að korðast
í jarðföstum földum rótum

Þó óhamingju hegri ljúgi
og um mannsins himinloftin fljúgi
þá er það mannvits meðferð sæla
en óviss sannleikur í sinni
og í sálar járngirtu minni
þá sem virkir verund sína pæla

Án róta og moldar sem einmana volkuð spýta
í súrefniskassa svo agnarlítil á að líta
Jurtin með nál vökva fær í þyrstum æðum
í húsi gróðurs grær hún og finnur fjörið
en grætur þegar andanum ekkert er kjörið
líkt og barnið veikt í voðarklæðum



 
Júlíus Einar
1950 - ...


Ljóð eftir Júlíus Einar

Vorkoman
Hversdagsþankar
Sjálfskaparvítið
kveðjulok
Földu ræturnar
Vonarganga
Morgunsárið
Bíóferð
Fortíðarörlög
Heilræða-hending
Við flæðarmálið
Hvítar tennur
Pósturinn í eftirmiðdaginn
Ástin í tvíhlið