sjálfstæðið
Djúpt inn í félögum friðsælla þjóða
forboðnir ávextir dafna.
Mitt inn í spillingu skjótfengins gróða
sjálfstæðar hugsanir kafna.

Á mörkum hinna eilífu orustu valla
ófrjálsir hermenn deyja.
Á vígvelli hugans hundruðir falla,
hugrakka baráttu heyja.

Í stórbrotnum þingsölum þögulla nefnda
þjóðkjörnir fulltrúar lofa.
Handan við lágkúru lélegra efnda
lögboðnir þingmenn sofa.

Hálfunnin frumvörp fyrir þeim liggja
um fullvalda sjálfstæðar lendur.
Þeir framtíðar auðinn eiga að tryggja
örfoka landsins strendur.

Lágstefndar sálir í svartnætti skæla
skrimta við ömurleg kjör.
Skuldugir feður fjárvana þræla
falla að lokum í kör.

Í hrollkaldri lognmollu liðinna tíma
liggur vor framtíðar slóð.
Nú er hún háð okkar öreiga glíma
um öndvegis sjálfstæða þjóð.

Með hárbeittum vopnum verjum við heiður
og virðingarsess þessa þjóðar.
Framundan virðist vegurinn breiður
á víðáttu menningaslóðar.
 
Halldór Þór Wíum Kristinsson
1959 - ...


Ljóð eftir Halldór Þór Wíum Kristinsson

ófundinn
sjálfstæðið
Lífsins skáld
Half Down
Heimþrá