Half Down
Ekkért hálfkák Hálfdán minn
höldum okkar striki
Báðir höfum blýantinn
beggja megin putta

Teiknum okkar undrahöll
uppá tindi háum.
Párum æsi,álfa og tröll
og undrahesta stutta.


Yrkjum ljóð um ljóta menn
og leiðinlegar konur.
Spinnum ein og ein í senn
orð sem ekki ríma.

Drekkum skál úr skáldsins aski
skrúfum tónlist upp.
Þrífum glös úr gleymsku vaski
gefum okkur tíma.
 
Halldór Þór Wíum Kristinsson
1959 - ...


Ljóð eftir Halldór Þór Wíum Kristinsson

ófundinn
sjálfstæðið
Lífsins skáld
Half Down
Heimþrá